Hópur sem ekki hefur farið hátt

Ágætlega var mætt á fundinn sem haldinn var í Sjóminjasafninu …
Ágætlega var mætt á fundinn sem haldinn var í Sjóminjasafninu á Granda í gærkvöldi og á meðal fundargesta var a.m.k. einn þingmaður. mbl.is/Árni Sæberg.

Ungt fólk sem tók lánsveð til að fjármagna sín fyrstu íbúðarkaup verður útundan í þeim leiðum sem bjóðast skuldurum hjá fjármálastofnunum. Þetta segir Sverrir Bollason verkfræðingur, sem ásamt Evu Baldursdóttur hagfræðingi stóð fyrir fundi um skuldavanda ungs fólks í Sjóminjasafninu á Granda í gærkvöldi.

„Þetta er hópur sem verður illa úti í þeim aðgerðum sem bjóðast, sérstaklega 110%-leiðinni,“ segir Sverrir. Skipuleggjendur fundarins standi sjálfir í þessum erfiðu sporum og með því að efna til hans vilji þeir ræða málin við aðra sem séu í sömu stöðu og vekja athygli á ástandinu.

„Þeir sem keyptu íbúðir á árunum 2004 til 2008 þurftu yfirleitt að fá lánað veð, oftast hjá foreldrum, til að brúa bilið til að ná fullri fjármögnun. Sú tegund af fjármögnunarformi er ekki reiknuð með í þessum lausnum,“ segir Sverrir.

Engar lausnir bjóðist því þessu fólki sem hefur eins og margir aðrir lent í því að húsnæðislán þess hafa hækkað verulega og vandi þess hefur ekki farið sérlega hátt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert