„Í hæsta máta bagalegt“

Árni Friðriksson RE við Miðbakka í Reykjavíkurhöfn
Árni Friðriksson RE við Miðbakka í Reykjavíkurhöfn mbl.is/Þorkell

Verkfall 15 undirmanna á hafrannsóknaskipunum Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæmundssyni stendur enn yfir en það hófst 28. september síðastliðinn.

Föstudaginn í síðustu viku fór fram árangurslaus samningafundur hjá sáttasemjara. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjölfarið.

Að sögn Jóhanns Sigurjónssonar, forstjóra Hafrannsóknastofnunarinnar, truflar verkfallið áætlanir Hafró í mikilvægum rannsóknarleiðöngrum. „Þetta er náttúrlega í hæsta máta bagalegt, við náttúrlega náum ekki að framkvæma þær rannsóknir sem við ætluðum okkur að gera,“ segir Jóhann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert