Lögregla viðbúin á Seyðisfirði

Norræna við bryggju á Seyðisfirði.
Norræna við bryggju á Seyðisfirði. mbl.is

Lögreglan á Egilsstöðum segir að gert hafi verið ráð fyrir viðbúnaði við farþegaferjuna Norrænu á Seyðisfirði, ef ræningjarnir sem frömdu vopnað rán skartgripaverslun Frank Michelsen í vikunni, ætluðu úr landi þá leiðina.

Til þess kom þó ekki þar sem ferjan kom ekki til landsins vegna veðurs. Lögreglan verður þó viðbúin í næstu viku þegar gert er ráð fyrir að ferjan komi við og haldi til Færeyja og Danmerkur. Landamæraeftirlit hefur einnig verið hert í Leifsstöð og á Reykjavíkurflugvelli, en ræningjarnir hafa ekki enn komið í leitirnar. Verst lögreglan allra frétta af frekari gangi rannsóknarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert