Brennisteinsmengað affallsvatn frá Hellisheiðarvirkjun blandaðist grunnvatninu af og til í tvö ár vegna þess að niðurdælingarholur virkuðu ekki sem skyldi. Þetta kom fram í sjónvarpsfréttum RÚV í kvöld.
Fram kom í fréttinni að Orkuveita Reykjavíkur hefði þar til í september, að vatni var dælt í holur við Húsmúla, notast við niðurdælingarholur á Gráuhnúkasvæði sem ekki tóku nógu vel við vatninu. Var vatninu því veitt í grunnar neyðarlosunarholur af og til í tvö ár og þar blandaðist það grunnvatninu. Í affallsvatninu er brennisteinsefni sem ekki er talið æskilegt að blandist grunnvatni, samkvæmt frétt RÚV.