Naumt tap fyrir Indverjum

Íslend­ing­ar töpuðu naum­lega fyr­ir Ind­verj­um, 14:16, í 11 um­ferð heims­meist­ara­móts­ins í brids, sem haldið er í Hollandi. Íslenska liðið er í 5. sæti í undan­keppni, sem lýk­ur um helg­ina en átta efstu liðin kom­ast áfram í úr­slit.

Sá leik­ur sem vakti mesta at­hygli í 11. um­ferð var á milli Ítala og Hol­lend­inga, sem eru í tveim­ur efstu sæt­un­um. Lengi vel leit út fyr­ir að Hol­lend­ing­ar myndu vinna ör­ugg­an sig­ur en Ítal­ir náðu að minnka mun­inn und­ir lok­in og leikn­um lauk 16:14 fyr­ir Hol­land.

Íslend­ing­ar spila við Kan­ada­menn nú síðdeg­is í 12. um­ferð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka