Nýr fundur í fyrramálið

Fundi hefur verið slitið hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair og hefur annar fundur verið boðaður í fyrramálið klukkan ellefu.

Aðspurður vildi Magnús Pétursson, ríkissáttasemjari, ekki tjá sig um stöðuna í deilunni í samtali við mbl.is að öðru leyti en því að fólk sæi allavega ástæðu til þess að halda áfram að tala saman.

„Það er svona vísbending um að eitthvað sé að gerast að búið sé að boða annan fund í fyrramálið,“ sagði Magnús.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka