Skattarnir lækki

Efnahagstillögur sjálfstæðismanna ganga út á að hagvöxtur verði knúinn áfram …
Efnahagstillögur sjálfstæðismanna ganga út á að hagvöxtur verði knúinn áfram af fjárfestingum. mbl.is/Helgi

Þings­álykt­un­ar­til­laga þing­manna Sjálf­stæðis­flokks­ins um aðgerðir til að end­ur­reisa ís­lenskt efna­hags­líf fel­ur m.a. í sér, að dugi þau úrræði sem verða í boði fyr­ir skuld­sett heim­ili ekki til að þau geti staðið við skuld­bind­ing­ar sín­ar verði þeim heim­ilt að af­sala fast­eign sinni til viðkom­andi banka.

Í kjöl­farið falli all­ar kröf­ur á viðkom­andi skuld­ara vegna fast­eignalána niður. Til­lög­urn­ar gera ráð fyr­ir að þetta úrræði verði í boði fram til árs­loka 2013.

Í um­fjöll­un um til­lög­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram, að þing­menn­irn­ir leggja til, að all­ar skatta­hækk­an­ir á heim­il­in sem hafa orðið frá því að nú­ver­andi rík­is­stjórn tók við vorið 2009 verði dregn­ar til baka á næst­um tveim­ur árum og að lokið verði við end­ur­skipu­lagn­ingu á fjár­mál­um heim­il­anna á grund­velli hinn­ar svo­kölluðu 110% leiðar.

Enn­frem­ur er lagt til að öll­um viðskipta­vin­um Íbúðalána­sjóðs verði boðið upp á að skipta úr verðtryggðum fast­eignalán­um yfir í óverðtryggð með föst­um vöxt­um til fimm ára, líkt og viðskipta­bank­arn­ir eru farn­ir að bjóða.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert