Standa við yfirlýsingu um innkaup

Rík­is­end­ur­skoðun seg­ist telja, að ekk­ert hafi komið fram sem breyti niður­stöðum stofn­un­ar­inn­ar um inn­kaup lög­gæslu­stofn­ana sem finna megi í ábend­ingu henn­ar frá 27. sept­em­ber sl. Stofn­un­in standi því við ábend­ing­una.

Í ábend­ing­unni kom fram að á tíma­bil­inu janú­ar 2008 til apríl 2011 keyptu lög­gæslu­stofn­an­ir vör­ur af fjór­um fyr­ir­tækj­um í eigu lög­reglu­manna eða ná­inna vensla­manna þeirra fyr­ir sam­tals rúm­lega 91 millj­ón króna. Að mati Rík­is­end­ur­skoðunar fór hluti þess­ara viðskipta í bága við lög um op­in­ber inn­kaup.

Ögmund­ur Jónas­son, inn­an­rík­is­ráðherra, sagði í gær að dreg­in hafi verið upp vill­andi mynd af mál­inu þegar gefið væri til kynna að lög­regl­an hafi ekki farið að lög­um og regl­um við inn­kaup. Hins veg­ar sé nauðsyn­legt að koma inn­kaup­um á veg­um lög­reglu­embætta í land­inu í mark­viss­ari far­veg eins og Rík­is­end­ur­skoðun legg­ir til.

Á heimasíðu Rík­is­end­ur­skoðunar kem­ur fram, að stofn­un­in hafi sent inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu bréf þar sem ýms­um at­huga­semd­um ráðuneyt­is­ins og embætt­is rík­is­lög­reglu­stjóra við ábend­ing­una sé svarað. Þar sé því einnig fagnað að að ráðuneytið skuli taka und­ir það mat Rík­is­end­ur­skoðunar, að ekki séu í gildi nógu skýr­ar regl­ur um fram­kvæmd inn­kaupa hjá lög­reglu og að það ætli að beita sér fyr­ir því að stofn­an­ir þess hagi inn­kaup­um sín­um í sam­ræmi við lög.

Í bréf­inu til ráðuneyt­is­ins seg­ir Rík­is­end­ur­skoðun m.a., að vand­séð sé að hægt sé að halda því fram að í lok októ­ber 2009, þegar lög­regl­an pantaði búnað, hafi verið uppi aðkallandi neyðarástand sem hafi stafað af ófyr­ir­sjá­an­leg­um at­b­urðum sem rétt­lættu að vikið væri frá meg­in­regl­um laga um op­in­ber inn­kaup. Enda hafi grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra spáð fyr­ir um, að áfram yrði uppi það hættu­ástand, sem ríkt hafði í heilt ár og ríki enn að mati rík­is­lög­reglu­stjóra.

„Loks vill Rík­is­end­ur­koðun taka fram, að ein­mitt vegna þess að viðskipti lög­gæslu­stofn­ana við fyr­ir­tæki sem tengj­ast lög­reglu­mönn­um eru óheppi­leg sök­um þess að þau geta kallað á gagn­rýni og sáð efa­semd­um og tor­tryggni í huga al­menn­ings í garð lög­reglu, eins og ráðuneytið og (rík­is­lög­reglu­stjóri) hafa bent á, er sér­stak­lega mik­il­vægt að vandað sé til slíkra inn­kaupa og ítr­ustu regl­um fylgt í hví­vetna," seg­ir í bréfi Rík­is­end­ur­skoðunar.

Bréf Rík­is­end­ur­skoðunar


mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert