Stefna stjórnvalda í sjávarútvegi óljós

Frá fundinum í kvöld, Ólína Þorvarðardóttir í ræðustól.
Frá fundinum í kvöld, Ólína Þorvarðardóttir í ræðustól. mbl.is/Árni Sæberg

Tek­ist var á um það hvernig haga ætti stjórn sjáv­ar­út­vegs­mála við Ísland á fundi sem Sam­band ungra sjálf­stæðismanna hélt í Val­höll í kvöld. Fram­sögu­menn voru Ólína Þor­varðardótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Ill­ugi Gunn­ars­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, og Kristrún Mjöll Frosta­dótt­ir, hag­fræðing­ur hjá Ari­on banka.

Ólína gerði í er­indi sínu grein fyr­ir frum­varpi rík­is­stjórn­ar­inn­ar um breytt fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfi, svo­nefndu stóra frum­varpi, og þeim breyt­ing­um sem hún ásamt Lilju Raf­ney Magnús­dótt­ur, þing­manni Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, hef­ur lagt til að verði gerðar á því.

Lagði Ólína meðal ann­ars áherslu á mik­il­vægi þess að af­nema sér­eign­ar­fyr­ir­komu­lag á sjáv­ar­út­vegsauðlind­inni og að nýliðun yrði tryggð í grein­inni meðal ann­ars með því að gefa strand­veiðar frjáls­ar að upp­fyllt­um ákveðnum skil­yrðum. Þá tók hún fram að þetta væri fyrsta skipti sem hún hefði komið inn í Val­höll, höfuðstöðvar Sjálf­stæðis­flokks­ins. Um ákveðin tíma­mót væri því að ræða fyr­ir hana.

Ill­ugi kaus að fjalla um efni fund­ar­ins fyrst og fremst út frá hug­mynda­fræðileg­um sjón­ar­hóli og sagðist oft sakna þess að rætt væri um málið á þeim for­send­um. Lagði hann áherslu á mik­il­vægi sér­eign­ar­rétt­ar­ins til þess að skapa verðmæti.

Hann vakti sjálf­ur at­hygli á því í lok er­ind­is síns að hann hefði ekk­ert tjáð sig um þær hug­mynd­ir sem Ólína hefði kynnt til sög­unn­ar og sagði ástæðuna ein­fald­lega þá að ekk­ert lægi fyr­ir um það hver stefna rík­is­stjórn­ar­inn­ar væri í sjáv­ar­út­vegs­mál­um eða hvað hún ætlaði að gera í þeim efn­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert