Taldir hafa komist úr landi

Lögregla rannsakar bílinn sem fannst í Þingholtunum skömmu eftir ránið.
Lögregla rannsakar bílinn sem fannst í Þingholtunum skömmu eftir ránið. Mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Mennirnir þrír sem lögregla leitar vegna vopnaðs ráns í Michelsen úrsmiðum á mánudagsmorgun eru samkvæmt heimildum Morgunblaðsins jafnvel taldir hafa farið úr landi síðdegis á mánudag eða þriðjudagsmorgun, þrátt fyrir að eftirlit á Keflavíkurflugvelli hafi verið hert.

Þetta kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins á morgun. Í dag greindi Hákon B. Sigurjónsson lögreglufulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fréttavef Morgunblaðsins frá því að allt væri óbreytt frá því ránið í verslun Michelsen gerðist, nema að því leytinu til að lögreglan er með myndir af gerendum en gæti ekki greint frá hverjir það eru, af því þeir þekkjast ekki.

Frank Michelsen úrsmíðameistari sagðist þá telja víst að þýfið hafi verið eða verði flutt úr landi. Ekki sé hægt að koma þeim í verð hér á landi þar sem þau séu merkt með kennitölum. „Þetta er svo auðrakið hér á Íslandi,“ segir Frank. Skv. þeim upplýsingum sem hann hafi fengið frá Rolex úraframleiðandanum þá muni úrin líklegast enda í Svartfjallalandi sem sé „eins og svarthol fyrir þýfi í Evrópu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka