Verið að útvega farþegum gistingu í Manchester

Ice­land Express seg­ir að verið sé að út­vega farþegum, sem lentu í Manchester í kvöld vegna bil­un­ar sem kom upp í flug­vél fé­lags­ins, hót­elg­ist­ingu í borg­inni. Vél­in var á leiðinni til Alican­te á Spáni þegar bil­un­in kom upp. Er stefnt sé að því að fljúga þeim til Spán­ar í fyrra­málið.

Farþegar sem biðu flugs til Íslands í Alican­te eru ým­ist komn­ir á hót­el eða á leiðinni á hót­el. Ekki ligg­ur ljóst fyr­ir ná­kæm­lega hvenær brott­för þeirra verður frá Alican­te, seg­ir í til­kynn­ingu frá Ice­land Express.

Flug­vél­in varð að lenda í Manchester í Bretlandi um kl. 20 í kvöld eft­ir að viðvör­un­ar­ljós í flug­stjórn­ar­klefa gaf til kynna að eld­ur gæti verið laus í einu far­ang­urs­rými henn­ar. Við skoðun eft­ir lend­ingu kom í ljós að viðvör­un­ar­ljósið sjálft var bilað og því aldrei nein raun­veru­leg hætta á ferðum.

Vél­in verður áfram í borg­inni í nótt. Eft­ir skoðun flug­virkja kom í ljós að út­vega þurfti vara­hlut í flug­vél­ina og það tek­ur flug­virkja ein­hverj­ar klukku­stund­ir að ljúka viðhaldi sínu á henni.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka