Líka gerð fangelsisrefsing

Jón Ásgeir Jóhannesson í réttarsal.
Jón Ásgeir Jóhannesson í réttarsal. mbl.is/Kristinn

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sagðist í sóknarræðu sinni í gær telja að við ákvörðun refsingar vegna skattahluta Baugsmálsins ætti dómurinn að vera hegningarauki við fyrri dóm yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni og því ætti að gera þeim að sæta fangelsisrefsingu.

Í Baugsmálinu voru þeir báðir dæmdir til skilorðsbundinnar refsingar, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag. Helgi Magnús taldi hæfilegt að sektir fyrir að skila inn röngum skattframtölum og koma sér hjá því að greiða skatta ætti að nema þreföldum þeim fjárhæðum sem sakborningarnir eða fyrirtæki sem þeir stjórnuðu komust hjá að greiða. Yrði það niðurstaða dómsins myndu sektargreiðslurnar nema tugmilljónum króna.

Helgi Magnús sagði að þótt skattar hefðu verið greiddir og framtöl leiðrétt eftir á gætu sakborningar ekki komist hjá refsingu. Dómstólar og réttarvörslukerfið yrðu að passa upp á að láta ekki hafa sig að fífli. Menn mættu ekki komast upp með skattalagabrot með því að greiða skattinn þegar upp kæmist.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert