Líkir Stóru systur við ofstækissamtök

Hreyfingin Stóra systir
Hreyfingin Stóra systir mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Stóra syst­ir er ekk­ert öðru­vísi en önn­ur póli­tísk of­stæk­is­sam­tök, sagði Brynj­ar Ní­els­son hæsta­rétt­ar­lögmaður um aðgerðir neðanj­arðar­hreyf­ing­ar­inn­ar Stóru syst­ur, sem á þriðju­dag af­henti lög­reglu lista með nöfn­um, síma­núm­er­um og net­föng­um karl­manna sem eru sagðir hafa fal­ast eft­ir vændi.

Brynj­ar var ásamt Stein­unni Gyðu- og Guðjóns­dótt­ur, verk­efn­is­stýru vændis­at­hvarfs Stíga­móta, gest­ur Morg­unút­varps­ins á Rás tvö í morg­un.

Stóra syst­ir hef­ur af­hent lög­reglu lista með nöfn­um 56 vændis­kaup­enda og 117 síma­núm­er­um sem hreyf­ing­in safnaði í rann­sókn­ar­vinnu sinni í und­ir­heim­um Reykja­vík­ur. Hreyf­ing­in kynnti vinnu sína og kröf­ur á fjöl­miðlafundi í Iðnó á þriðju­dag.

Á fund­in­um voru m.a. les­in sam­töl karl­manna við ung­ar stúlk­ur þar sem rætt var um greiðslu fyr­ir kyn­lífsþjón­ustu. Eitt þeirra var á mili 15 ára stúlku og 48 ára karl­manns sem sagður er vera deild­ar­stjóri hjá op­in­berri stofn­un.

Stóra syst­ir seg­ir að þrátt fyr­ir að lög­gjöf Íslend­inga í þess­um mál­um sé al­mennt tal­in til fyr­ir­mynd­ar grass­eri hér vændi og þríf­ist með þegj­andi samþykki.

Fer hreyf­ing­in fram á að gripið verði til ým­issa aðgerða, t.d. að vefsíðunni einka­mál.is verði lokað, hvers kon­ar vændisaug­lýs­ing­ar í fjöl­miðlum stöðvaðar og starf­semi síðustu klám­búll­anna hætt.

Meðlim­ir hreyf­ing­ar­inn­ar komu fram í Iðnó íklædd­ir búrk­um og kjósa nafn­leysi. Hyggst hreyf­ing­in nýta sér það að vændis­kaup­end­ur ótt­ast mest að upp um þá kom­ist.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert