Námsmenn nýta sér hjólhestinn

Hjólað í skólann.
Hjólað í skólann. mbl.is/Árni Sæberg

Þó svo kólnað hafi í veðri nýta sér enn margir hjólhestinn til að komast á milli staða. Ekki síst eru það námsmennirnir sem vart teljast ofaldir á þessum síðustu og verstu.

Verra er þó þegar hjólreiðafólk gleymir að setja á sig hjálminn, enda leynast hætturnar víða, ekki síst þegar kólnar í veðri og hugsanlega hált. Það hefur þó ekki hvarflað að þessari ungu konu sem hjólaði á lóð Háskóla Íslands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert