Skattbyrðin hefur flust yfir á hátekjufólk

mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Grein­ing á áhrif­um á breyt­ing­um sem gerðar hafa verið á skatta­mál­um sýn­ir að veru­leg­ur til­flutn­ing­ur á skatt­byrði hef­ur átt sér stað frá fólki með lægri tekj­ur yfir á há­tekju­fólk og að helm­ing­ur hjóna. Þetta kem­ur fram í vef­riti fjár­málaráðuneyt­is­ins.

„Á fyrstu tveim­ur árum nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar voru gerðar mikl­ar breyt­ing­ar á skött­um, m.a. skött­um ein­stak­linga.

Til­gang­ur­inn var að stöðva tekju­fall rík­is­sjóðs og styrkja stöðu hans til fram­búðar og að snúa af braut ójafnaðar.

Í „Áætl­un um jöfnuð í rík­is­fjár­mál­um“, sem fjár­málaráðherra kynnti í júní 2009, eru sett fram skýr mark­mið í skatta­mál­um. Ann­ars veg­ar að skatt­heimt­an yrði auk­in hóf­lega og yrði inn­an þeirra marka sem hún hef­ur verið á und­an­förn­um árum og hins veg­ar að skatt­kerf­inu yrði beitt mark­visst í jöfn­un­ar­til­gangi.

Grein­ing á áhrif­um breyt­ing­anna sýn­ir m.a.með ótví­ræðum hætti að veru­leg­ur til­flutn­ing­ur á skatt­byrði hef­ur átt sér stað frá fólki með lægri tekj­ur yfir á há­tekju­fólk og að helm­ing­ur hjóna, ca 31.000 hjón, greiða nú lægra hlut­fall af tekj­um sín­um í tekju­skatta og út­svar, þ.m.t. fjár­magn­s­tekju­skatt, á ár­inu 2010 en þau gerðu árið 2008.

Með bót­um er fjöldi þeirra sem greiða lægra hlut­fall meiri eða um 37.000. Enn­frem­ur verður séð að um 77% hjóna eða 47.000 hjón greiða minna í fjár­magn­s­tekju­skatt á ár­inu 2010 en þau hefðu gert skv. 10% flöt­um skatti," seg­ir í vef­rit­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert