Vill upplýsingar um ESB-fjárframlög

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi þar sem óskað er eftir upplýsingum um fjárframlag frá Evrópusambandinu í tengslum við umsókn Íslands um aðild að sambandinu sem kveðið er á um í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar vegna næsta árs.

Um er að ræða framlag að upphæð 596 milljónir króna en fyrirspurn Vigdísar er annars vegar beint til fjármálaráðherra, Steingríms J. Sigfússonar, og hins vegar Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra.

Vill Vigdís fá upplýsingar um það hvernig ætlunin sé að ráðstafa umræddum fjármunum annars vegar og hins vegar í krafti hvaða lagastoðar í íslenskum lögum tekið verði við þeim.

Fyrirspurn til fjármálaráðherra

Fyrirspurn til utanríkisráðherra

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka