Vísa frá fjölskyldum vegna fjárskorts

Biðröð við húsakynni Fjölskylduhjálpar Íslands.
Biðröð við húsakynni Fjölskylduhjálpar Íslands. mbl.is/Ernir

Fjölskylduhjálp Íslands þurfti í gær að vísa frá fjölskyldum vegna fjárskorts hjá félaginu. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, segir niðurskurð óumflýjanlegan og ástandið grafalvarlegt.

,,Það komu til okkar yfir fjögur hundruð fjölskyldur [í gær], en í raun og veru hefðum við þurft að taka á móti á milli átta og níu hundruð fjölskyldum.“

Í umfjöllun um þetta mál í Morgublaðinu í dag segir Ásgerður Jóna einnig, að Fjölskylduhjálp sé að undirbúa úthlutanir fyrir jólahátíðina og því verði aðeins boðið upp á kjötfars í næsta mánuði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka