Vísa frá fjölskyldum vegna fjárskorts

Biðröð við húsakynni Fjölskylduhjálpar Íslands.
Biðröð við húsakynni Fjölskylduhjálpar Íslands. mbl.is/Ernir

Fjöl­skyldu­hjálp Íslands þurfti í gær að vísa frá fjöl­skyld­um vegna fjár­skorts hjá fé­lag­inu. Ásgerður Jóna Flosa­dótt­ir, formaður Fjöl­skyldu­hjálp­ar, seg­ir niður­skurð óumflýj­an­leg­an og ástandið grafal­var­legt.

,,Það komu til okk­ar yfir fjög­ur hundruð fjöl­skyld­ur [í gær], en í raun og veru hefðum við þurft að taka á móti á milli átta og níu hundruð fjöl­skyld­um.“

Í um­fjöll­un um þetta mál í Morgu­blaðinu í dag seg­ir Ásgerður Jóna einnig, að Fjöl­skyldu­hjálp sé að und­ir­búa út­hlut­an­ir fyr­ir jóla­hátíðina og því verði aðeins boðið upp á kjöt­fars í næsta mánuði.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert