Áhugafólk um bættar samgöngur við Vestmannaeyjar“ birtu í Morgunblaðinu í dag heilsíðuauglýsingu þar sem lýst er eftir þingmönnum Suðurkjördæmis. Í auglýsingunni segir að lýst sé eftir þingmönnunum vegna þess að neyðarástand ríki í samgöngumálum Vestmannaeyja.
Í auglýsingunni segir að lítið sé vitað um ferðir þingmannanna síðan í aðdraganda síðustu þingkosninga, eru þeir sem geti gefið upplýsingar um ferðir þeirra eru beðnir að hafa samband við íbúa Vestmannaeyja. Fundarlaun eru ekki sögð í boði þar sem þingmennirnir séu taldir vera á fundalaunum hjá Alþingi. Á auglýsingunni eru birtar myndir af öllum tólf þingmönnum kjördæmisins og við hverja mynd stendur „Týnd“ eða „Týndur“.