Herjólfur siglir í Landeyjahöfn

Herjólfur í Landeyjahöfn
Herjólfur í Landeyjahöfn mbl.is/Ómar Óskarsson

Herjólfur ætlar á morgun að sigla í Landeyjahöfn. Ferðir verða farnar í samræmi við vetraráætlun ferjunnar, en áformað er að sigla áfram í höfnina svo lengi sem aðstæður leyfi. Þetta kemur fram á vef Herjólfs.

„Ölduspá og hreinsun hafnarinnar er nú með þeim hætti að siglingar í Landeyjahöfn eru loks að verða mögulegar. Við biðjumst velvirðingar því hringli sem verið hefur í dag milli hafna en aðstæður geta breyst hratt og við því reynum við að bregðast eftir bestu getu og vonum að skilningur sé á því,“ segir í tilkynningu frá Eimskip sem annast rekstur Herjólfs.

Farþegar eru sem fyrr beðnir að fylgjast með fréttum á www.herjólfur.is  og á facebook síðu Herjólfs.

Á vefsíðu Herjólfs kemur ennfremur fram að frá og með 1. nóvember muni gjaldskrá Herjólfs hækka um 15%. Ástæðan sé verðlagshækkanir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert