Milljarðaviðskipti við Samherjafélög

Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson taka á móti Baldvini …
Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson taka á móti Baldvini NC 100 sem er gerður út af DFFU, dótturfélagi Samherja í Þýskalandi. mbl.is/Skapti

Viðskipti sem skapast hafa hérlendis vegna erlendra fyrirtækja, sem Samherji á hlut í, nema um tveimur milljörðum króna á þessu ári.

Þetta kemur m.a. fram í bréfi sem stjórnendur Samherja sendu starfsmönnum sínum hér á landi í gær, um 830 manns, og ætlað er að svara rangfærslum í opinberri umræðu um fyrirtækið. Fjallað er um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Því miður hefur því sem vel er gert í íslenskum sjávarútvegi lítið verið haldið á lofti. Mikið ber á rangfærslum í umræðunni og þekkingarleysi þeirra sem ganga harðast fram með fullyrðingum er áberandi. Oftar en ekki er beinlínis farið með rangt mál, vísvitandi eða óvart,“ segir m.a. í bréfinu sem Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson rita til starfsmanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert