Mótmæla árásum á velferðarkerfi

Merki BSRB.
Merki BSRB.

Aðalfundur BSRB mótmælir harðlega áframhaldandi árásum ríkisstjórnarinnar á velferðarkerfi landsmanna með nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og bendir á að ekkert svigrúm sé til frekari skerðinga segir í tilkynningu frá bandalaginu.

Óttast um færðingarorlofskerfið

Í ályktun BSRB segir að jafnframt sé óttast að Fæðingarorlofssjóður og það fordæmisgefandi fæðingarorlofskerfi sem byggt hefur verið upp á Íslandi sé í hættu. Er bent á að sífellt færri foreldrar hafi nýtt rétt sinn til fæðingarorlofs þar sem greiðslur úr sjóðnum hafa verið skertar til muna. Þá segir að greiðsluþak sjóðsins sé nú orðið svo lágt að fleiri og fleiri foreldrar, sérstaklega feður, telja sig ekki hafa efni á að taka fæðingarorlof.

Þá segir í tilkynningu að aðalfundur BSRB leggist alfarið gegn breytingum á séreignarlífeyriskerfinu og skattlagningu inngreiðslna í lífeyrissjóði enda sé það til þess fallið að leiða til endaloka þess.

Ályktun BSRB má finna í heild sinni hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert