Lögreglu á höfuðborgarsvæðinu barst í gær kæra frá eiganda hryssu í hesthúsi á Kjóavöllum í Kópavogi, en hryssan er sködduð á kynfærum. Grunur leikur á að dýraníðingur hafi verið þar á ferð. Fyrr á þessu ári voru sams konar mál kærð til lögreglu.
Frá þessu er sagt í Fréttablaðinu í dag. Hestamenn sem eiga hesta í húsinu grunar að sá sem var þarna að verki hafi fylgst með hesthúsinu og komist að því hvar þeir sem hirtu um hestana geymdu lykil að húsinu.
Hryssan sem um ræðir er með skurði á kynfærum og tóku eigendur hennar fyrst eftir að eitthvað var að þegar blóð lak aftan úr henni. Í fréttinni kemur fram að dýralæknar segja allt benda til að áverkanir séu af mannavöldum.