Enn þrengt að öryrkjum

Guðmundur Magnússon.
Guðmundur Magnússon.

Öryrkja­banda­lagið seg­ir, að enn sé þrengt að ör­yrkj­um og sjúk­ling­um í fjár­laga­frum­varpi fyr­ir næsta ár.

„Þrátt fyr­ir verðlags­hækk­an­ir og aukna greiðsluþátt­töku fólks í lyfja- og lækn­is­kostnaði, sjúkraþjálf­un, hjálp­ar­tækj­um o.fl. hef­ur öll­um viðmiðun­ar­töl­um í fé­lags­lega stuðnings­kerf­inu verið haldið óbreytt­um frá 2008. Er þar með enn þrengt að ör­yrkj­um og sjúk­ling­um," seg­ir í álykt­un, sem samþykkt var á aðal­fundi banda­lags­ins í dag.

Guðmund­ur Magnús­son var end­ur­kjör­inn formaður banda­lags­ins til tveggja ára.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert