Mikið um að vera í Hörpu

Góð stemmning er í Hörpu þar sem Íslenska óperan frumsýnir …
Góð stemmning er í Hörpu þar sem Íslenska óperan frumsýnir Töfraflautuna í kvöld. Hér vísar ein úr kór óperunnar gestum til vegar. mbl.is/HAG

Það var í nógu að snú­ast í Hörpu í kvöld því þar frum­sýndi Íslenska óper­an Töfraf­laut­una eft­ir Moz­art klukk­an 20 og á sama tíma hélt Björk Guðmunds­dótt­ir tón­leika, kennda við Bi­ophiliu. 

Þetta er fyrsta sýn­ing Íslensku óper­unn­ar í Hörpu. Í aðal­hlut­verk­um eru Þóra Ein­ars­dótt­ir sem fer með hlut­verk Pam­inu og Garðar Thór Cortes og Finn­ur Bjarna­son sem syngja hlut­verk Tamínós til skipt­is. Sigrún Hjálm­týs­dótt­ir syng­ur hlut­verk Næt­ur­drottn­ing­ar­inn­ar og Ágúst Ólafs­son fer með hlut­verk Papa­genós.

Frumsýningargestir í Hörpu í kvöld.
Frum­sýn­ing­ar­gest­ir í Hörpu í kvöld. mbl.is/​HAG
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert