Mikið um að vera í Hörpu

Góð stemmning er í Hörpu þar sem Íslenska óperan frumsýnir …
Góð stemmning er í Hörpu þar sem Íslenska óperan frumsýnir Töfraflautuna í kvöld. Hér vísar ein úr kór óperunnar gestum til vegar. mbl.is/HAG

Það var í nógu að snúast í Hörpu í kvöld því þar frumsýndi Íslenska óperan Töfraflautuna eftir Mozart klukkan 20 og á sama tíma hélt Björk Guðmundsdóttir tónleika, kennda við Biophiliu. 

Þetta er fyrsta sýning Íslensku óperunnar í Hörpu. Í aðalhlutverkum eru Þóra Einarsdóttir sem fer með hlutverk Paminu og Garðar Thór Cortes og Finnur Bjarnason sem syngja hlutverk Tamínós til skiptis. Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur hlutverk Næturdrottningarinnar og Ágúst Ólafsson fer með hlutverk Papagenós.

Frumsýningargestir í Hörpu í kvöld.
Frumsýningargestir í Hörpu í kvöld. mbl.is/HAG
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert