Ríkissjóður gæti tapað á dómi um fjármögnunarleigu

Vinnuvélar voru gjarnan keyptar með leigusamningum.
Vinnuvélar voru gjarnan keyptar með leigusamningum. mbl.is/Júlíus

Fyrir utan óvissuna sem getur skapast vegna dóms Hæstaréttar um fjármögnunarleigusamninga telur Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, að dómurinn geti haft kostnað í för með sér fyrir ríkissjóð vegna ofgreidds virðisaukaskatts.

Kemur þetta fram í umfjöllun um afleiðingar dómsins í Morgunblaðinu í dag.

„Við fyrstu sýn gæti maður ætlað að þessi niðurstaða geti leitt til verulegra fjárútláta úr ríkissjóði. Það er því ljóst að dómurinn flækir ýmsa hluti miðað við aðra dóma,“ segir Guðjón.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert