Sólrún Norðurlandameistari í fitness

Sólrún M. Stefánsdóttir varð Noregsmeistari í Body fitness síðustu helgi.
Sólrún M. Stefánsdóttir varð Noregsmeistari í Body fitness síðustu helgi.

Nú um helgina fór fram Norðurlandamótið í fitness og vaxtarrækt í Svíþjóð. Í fitness-flokknum bar sigur úr býtum brottflutti Íslendingurinn Sólrún M. Stefánsdóttir en hún flutti til Noregs fyrir nokkrum árum og keppti fyrir hönd þess á mótinu.

Sólrún hóf keppnisferil sinn hér á landi á sínum tíma en hún er 39 ára og fjögurra barna móðir. Síðustu helgi varð hún Noregsmeistari í Body fitness og stefnir hún á Heimsmeistarakeppnina á Spáni þann 26. nóvember. Sólrún á aldeilis glæsilegan feril að baki, hún varð Íslandsmeistari i Bodyfitness hér á landi árið 2008 og Noregsmeistari í „classic body building“ árið 2009 svo fátt eitt sé nefnt. Frá því hún hóf að keppa árið 2007 hefur hún fengið 11 gullverðlaun, 2 silfur og 2 brons.

Sex aðrir Íslendingar kepptu á Norðurlandamótinu. Rannveig Kramer hafnaði í sjötta sæti í yfir 163 sm flokki, Guðrún H. Ólafsdóttir í því áttunda í undir 163 sm flokki og Þorbjörg Sólbjartsdóttir í tíunda sæti í sama flokki.  Hilda Elísabet Guttormsdóttir keppti í vaxtarrækt og hafnaði þar í fjórða sæti. Þeir Arnþór Ásgrímsson og Kristján Geir Jóhannesson kepptu í fitness karla þar sem keppnin var mjög erfið eins og endranær, en Arnþór, sem keppti í undir 180 sm flokki, hafnaði í sjötta sæti og Kristján, sem keppti í yfir 180 sm flokki, varð fimmti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert