Stolt af því að vera formaður áfram

Jóhanna Sigurðardóttir þakkar landsfundarfulltrúum fyrir nú síðdegis.
Jóhanna Sigurðardóttir þakkar landsfundarfulltrúum fyrir nú síðdegis.

„Ég er stolt af því að vera formaður ykk­ar áfram," sagði Jó­hanna Sig­urðardótt­ir þegar kjöri henn­ar sem for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar var lýst sú síðdeg­is á lands­fundi flokks­ins.

Jó­hanna var sjálf­kjör­in í embættið og Dag­ur B. Eggerts­son var sjálf­kjör­inn í embætti vara­for­manns. 

Jó­hanna sagði, að Sam­fylk­ing­in hefði skilað mikl­um ár­angr á síðustu tveim­ur árum og verið sterk og sýnt þraut­segju í þeim erfiðu viðfangs­efn­um, sem við var að glíma. „Fyr­ir það er ég þakk­lát, að hafa fengið tæki­færi til að starfa með ykk­ur að þess­um verk­efn­um," sagði Jó­hanna.

„Þessi verk­efni, sem eru að baki hafa einnig opnað okk­ur leið til að taka á þess­um stóru viðfangs­efn­um, sem eru framund­an og ég lýsti í minni setn­ing­ar­ræðu," sagði Jó­hanna enn­frem­ur. „Þetta er stór flokk­ur, sem set­ur nú á dag­skrá stór og mik­il­væg verk­efni."

Hún sagði, að Sam­fylk­ing­in væri eini flokk­ur­inn, sem stæði sterk­ur og sam­hent­ur eft­ir það erfiða tíma­bil, sem liðið væri frá hrun­inu.

„Ég á mér þann draum, að eft­ir tvö ár geti ég staðið hér og sagt keik við ykk­ur: Okk­ur tókst þetta, góðir fé­lag­ar," sagði Jó­hanna eft­ir að hafa lýst verk­efn­un­um sem framund­an eru.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert