Allt að 180 kíló að þyngd á fæðingardeild

Frá fæðingardeild Landspítalans.
Frá fæðingardeild Landspítalans. mbl.is/Rax

Íslendingar eru orðnir næstfeitasta þjóð Vesturlanda, aðeins Bandaríkjamenn eru þyngri. Starfshópur velferðarráðuneytisins telur brýnt að finna lausn á offituvandanum. Greint var frá þessu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Þar kom fram að ofþyngdin birtist sérstaklega hjá þunguðum konum. Það sé nánast daglegur viðburður að konur sem komi á fæðingardeild séu yfir 100 kíló að þyngd og oft 120 til 130 kíló. Þær þyngstu séu um 180 kíló að þyngd.

Í flestum tilvikum gangi fæðingin þó vel og börnin séu heilbrigð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert