Fæðingarorlof verði lengt

Dagur B. Eggertsson varaformaður á landsfundi Samfylkingarinnar.
Dagur B. Eggertsson varaformaður á landsfundi Samfylkingarinnar. mbl.is/Golli

Samþykkt hefur verið sérstök aðgerðaráætlun í málefnum ungs fólks á landsfundi Samfylkingarinnar sem haldinn er í Reykjavík. Miðar hún að því að skapa samfélag sem býður fjölbreytt tækifæri til menntunar og þroska, spennandi atvinnutækifæri og góð lífskjör sem eru sambærileg við þau sem bjóðast í nágrannalöndunum.

Í áætluninni er lögð áhersla á grundvallaratriðin: Góð tækifæri til menntunar, hagfellt umhverfi fyrir barnafólk, jafna möguleika kynja á atvinnuþátttöku og fjölskyldulífi, fjölbreyttari valkosti í húsnæðismálum og spennandi þróun atvinnulífs.

Meðal aðgerða er nefnt að efna þurfi til samstarfs ríkis, sveitarfélaga og framhaldsskóla sem hafi það langtímamarkmið að hlutfall hvers árgangs sem hefur lokið námi á framhaldsskólastigi verði komið í 90% árið 2020.

Fæðingarorlof verði lengt í tólf mánuði og Fæðingarorlofssjóður styrktur þannig að unnt verði að hækka hámarksgreiðslur til að þær endurspegli meðallaun í landinu.

Teknar verði upp húsnæðisbætur í stað vaxta- og leigubóta. Ákvörðun um bætur verði óháð búsetuformi en taki tillit til fjölskyldustærðar og heimilistekna.

Landsfundi Samfylkingarinnar lýkur í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert