Húsfyllir var á tvennum tónleikum í Hofi á Akureyri í gærkvöldi sem haldnir voru til heiðurs Ingimari Eydal, sem hefði orðið 75 ára nú í október hefði hann lifað. Tónleikarnir voru haldnir undir yfirskriftinni Fjölskylduferð í Skódanum og var einn af Skódum Ingimars til sýnis í húsinu.
Mjög góð stemning var á tónleiknunum en þar voru flutt lög, sem hljómsveit Ingimars flutti á sínum tíma. Heiðursgestir voru söngvararnir Helena Eyjólfsdóttir og Þorvaldur Halldórsson sem sungu lengi með Ingimari.
Þriðju tónleikarnir verða klukkan 16 í dag.