Margrét fékk flest atkvæði

Margrét Sverrisdóttir.
Margrét Sverrisdóttir.

Margrét Sverrisdóttir fékk flest atkvæði í kosningu í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í dag.

Kosið var um 6 sæti aðalfulltrúa og 6 fulltrúa til vara og þurfti að beita reglum um kynjakvóta til að flytja einn karlmann upp í aðalstjórn.   

Aðalfulltrúar voru kjörin Margrét Sverrisdóttir, Guðrún Jóna Jónsdóttir, Bergvin Oddsson, Kristín Sævarsdóttir, Ásgeir Beinteinsson og Valdimar Guðmannsson. Varafulltrúar eru Hrafnhildur Ragnarsdóttir, Amal Tamimi, Unnur Kristjánsdóttir, Bjarni Þór Sigurðsson, Höskuldur Sæmundsson og Lúðvík Emil Kaaber.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert