Nánast vonlaus staða

Staða íslenska liðsins í viðureigninni við Holland í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í brids er nánast vonlaus þegar leikurinn er hálfnaður en Hollendingar hafa skorað 154 stig gegn 44 stigum Íslendinga. 

Síðari 48 spilin verða spiluð á morgun en munurinn er það mikill að Hollendingar eiga sigurinn vísan og sæti í undanúrslitum.

Staðan í öðrum viðureignum er sú, að A-sveit Bandaríkjanna hefur 58 stiga forskot á Ísraelsmenn, B-sveit Bandaríkjanna er með 17 stiga forskot á Svía og Ítalir 36 stiga forskot á Kínverja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert