Sanngirnisbætur fyrir Silungapoll

Vistheimilisnefnd kynnti skýrslu sína um Silungapoll, Reykjahlíð og Jaðar í …
Vistheimilisnefnd kynnti skýrslu sína um Silungapoll, Reykjahlíð og Jaðar í september í fyrra.

Sýslumaður­inn á Sigluf­irði hef­ur kallað eft­ir kröf­um frá þeim sem dvöldu á vistheim­il­inu Sil­unga­polli í sam­ræmi við ákvæði laga um sann­girn­is­bæt­ur fyr­ir mis­gjörðir á stofn­un­um eða heim­il­um.

Skorað er á alla þá sem vistaðir voru á Sil­unga­polli á veg­um barna­vernd­ar Reykja­vík­ur á ár­un­um 1950-1969 og urðu þar fyr­ir illri meðferð eða of­beldi sem olli var­an­leg­um skaða, að lýsa kröfu um skaðabæt­ur fyr­ir 22. janú­ar 2012.

Sil­unga­poll­ur var rek­inn af Reykja­vík­ur­borg og var ætlaður fyr­ir börn á aldr­in­um 3-7 ára. Þar var vistað 951 barn á starfs­tíma heim­il­is­ins. Auk þess var á heim­il­inu rek­in sum­ar­dvöl fyr­ir börn á veg­um Rauða kross Íslands en ekki kem­ur til álita að greiða sann­girn­is­bæt­ur til þeirra, þar sem sú dvöl fell­ur ekki und­ir gild­is­svið laga nr. 26/​2007.

Í sept­em­ber í fyrra kynnti vistheim­il­is­nefnd skýrslu um vistheim­il­in Sil­unga­poll, Reykja­hlíð og heima­vist­ar­skól­ann á Jaðri. Þar kom fram að aðeins um 4% ein­stak­linga sem dvöldu á Sil­unga­polli hefðui komið fyr­ir nefnd­ina þrátt fyr­ir að hún hefði aug­lýst í fjöl­miðlum eft­ir vitn­is­b­urði þeirra sem þar dvöldu. Nefnd­in sagði að þetta hefði tak­markað mögu­leika sína til að draga álykt­an­ir um starf­sem­ina

Ró­bert Spanó, formaður vistheim­il­is­nefnd­ar, sagði í viðtali við Morg­un­blaðið dag­inn eft­ir að skýrsl­an var kynnt, að nefnd­in hefði talið það veru­lega gagn­rýn­is­vert að á Sil­unga­polli hefði verið sam­tím­is börn á veg­um barna­vernd­ar­yf­ir­valda og börn á veg­um fé­laga­sam­taka. „Það er ljóst af þeim frá­sögn­um sem við feng­um að þetta skipu­lag á starf­sem­inni var sér­stak­lega erfitt fyr­ir þau börn sem voru þar mjög lengi og á veg­um barna­vernd­ar­yf­ir­valda. Þá er það okk­ar afstaða að aðstaða og húsa­kost­ur á Sil­unga­polli hafi lengst af verið ófull­nægj­andi og sum árin hafi allt of mörg börn verið þar vistuð, bæði með til­liti til húsa­kosts og starfs­manna­fjölda.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert