Starfsfólk beitt ofbeldi

Landspítali - Háskólasjúkrahús við Hringbraut.
Landspítali - Háskólasjúkrahús við Hringbraut. mbl.is/Júlíus

Starfsfólk Landspítala - háskólasjúkrahúss hefur verið beitt ofbeldi 211 sinnum fyrstu níu mánuði ársins, samkvæmt skráningu. Forstjóri spítalans, Björn Zoëga, telur að atvikin séu fleiri þar sem ekki séu öll skráð. Kom þetta fram í kvöldfréttum RÚV.

Björn bendir á að gert hafi verið átak í skráningum ofbeldis gagnvart starfsfólki. Flest atvikin verða á bráðamóttöku og geðdeildum.

Þá urðu 165 stunguslys á spítalanum fyrstu níu mánuði ársins. Björn viðurkennir að aukið álag geti leitt til aukningar óhappa og mistaka en reynt sé að halda álaginu þannig að það fari ekki úr hófi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert