Þarf að byggja á vilja til inngöngu

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson mbl.is/Kristinn

Stef­an Fühle, stækk­un­ar­stjóri ESB, sagði á fundi með full­trú­um í ut­an­rík­is­mála­nefnd í vik­unni að hann liti svo á að það væri ekki hægt að sækja um aðild að sam­band­inu í þeim til­gangi að sjá hvað út úr því kæmi. Þetta seg­ir Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og full­trúi í ut­an­rík­is­mála­nefnd Alþing­is, í færslu á Face­book-síðu sinni.

Bjarni hef­ur eft­ir Fühle að aðild­ar­um­sókn þurfi að byggj­ast á skýr­um vilja til inn­göngu í sam­bandið og viðræðurn­ar að fara fram á þeim for­send­um. „Í orðum hans lá að ella væri verið að draga ESB-rík­in á asna­eyr­un­um,“ skrif­ar Bjarni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert