Ingibjörg Sólrún ráðin til SÞ

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, hefur verið ráðin yfirmaður UN Women í Kabúl í Afganistan. Ingibjörg Sólrún mun flytjast til Kabúl, höfuðborgar Afganistan, um miðjan næsta mánuð.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

UN Women er stofnun innan Sameinuðu þjóðanna sem starfar í þágu kvenna og jafnréttis í þróunarlöndum og á stríðssvæðum. Einna helstu verkefni stofnunarinnar eru í Afganistan og starf yfirmanns er því umfangsmikið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert