Margir ölvaðir og undir áhrifum vímuefna

Níu öku­menn voru tekn­ir fyr­ir ölv­unar­akst­ur á höfuðborg­ar­svæðinu um helg­ina. Þá voru fimm öku­menn tekn­ir   fyr­ir að aka und­ir áhrif­um fíkni­efna.

Fimm þeirra, sem grunaðir eru um ölv­unar­akst­ur, voru stöðvaðir í Reykja­vík og tveir í Kópa­vogi og Hafnar­f­irði. Þrír voru tekn­ir á laug­ar­dag, fimm á sunnu­dag og einn aðfaranótt mánu­dags. Þetta voru sjö karl­menn á aldr­in­um 19-79 ára og tvær kon­ur, 21 og 30 ára. Þrír þess­ara öku­manna höfðu þegar verið svipt­ir öku­leyfi.

Fjór­ir karl­ar á aldr­in­um 19-28 ára og ein kona, 36 ára eru grunuð um að hafa ekið und­ir áhrif­um fíkni­efna en einn þess­ara öku­manna hafði þegar verið svipt­ur öku­leyfi. Fíkni­efni fund­ust í þrem­ur bíl­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert