Pólitísk óvissa hamli bættum lífskjörum

Kjördæmisráðið skorar einnig á ríkistjórnina að fara að tillögum Sjálfstæðisflokksins …
Kjördæmisráðið skorar einnig á ríkistjórnina að fara að tillögum Sjálfstæðisflokksins um að kvóti í þorski verði aukinn um 46 þúsund tonn og að það verði gert innan aflamarkskerfisins. mbl.is/Árni Sæberg

Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi segir að pólitísk óvissa hamli bættum lífskjörum hér á landi. Það skorar á ríkisstjórnina að lýsa því þegar í stað yfir að horfið verði frá vanhugsuðum hugmyndum um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og að farin verði sú leið sem sáttanefndin lagði til grundvallar sáttar fyrir um ári.

Það myndi leysa miklar fjárfestingar og atvinnu úr læðingi.

Þetta er á meðal þeirra ályktana sem kjördæmisráðið samþykkti á fundi sínum sem haldinn var á Hallormsstað í gær.

Þá skorar ráðið á ríkisstjórnina að hverfa frá villu síns vegar og draga skattahækkanir þær sem ráðist hafi verið í frá miðju ári 2009 til baka. Þess í stað ætti ríkisstjórnin að skoða af fullri alvöru að fara að vel ígrunduðum tillögum Sjálfstæðisflokksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert