Saxa áfram á forskotið

Viðureign Ítala og Kínverja er enn jöfn og spennandi á …
Viðureign Ítala og Kínverja er enn jöfn og spennandi á HM í brids.

Íslenska liðið á heimsmeistaramótinu í brids heldur áfram að saxa á forskot Hollendinga í viðureign þjóðanna í átta liða úrslitum. Íslendingar unnu fimmtu lotuna með 36 stigum gegn 14 en staðan fyrir síðustu 16 spila lotuna er sú að Hollendingar hafa 175 stig en Íslendingar 102.

Úrslitin eru ráðin í leik A-sveitar Bandaríkjanna og Ísraels en staðan er 221:98 fyrir Bandaríkin. Þá virðist B-sveit Bandaríkjanna vera að slá Svía út en staðan í þeim leik er 167:124 fyrir Bandaríkin.

Leikur Ítala og Kínverja er hins vegar hnífjafn og er staðan 171:166 fyrir Ítalíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert