Skuldugir eru nýr áhættuhópur þegar kemur að áhrifum efnahagsþrenginga á líðan Íslendinga.
Erfiðleikarnir koma verr við þá sem höfðu stofnað til skulda fyrir hrun en þá sem eru atvinnulausir eða með lágar tekjur, segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá embætti landlæknis, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Lítið hafi verið rætt um þennan áhættuhóp sem þurfi að skilgreina betur.