Stjórn Bankasýslu vill hætta

Stjórn Banka­sýslu rík­is­ins hef­ur sent fjár­málaráðherra bréf þar sem stjórn­ar­menn óska eft­ir að verða leyst­ir frá störf­um. Ut­anaðkom­andi af­skipti af ákvörðun um ráðningu Páls Magnús­son­ar sem for­stjóra stofn­un­ar­inn­ar geri að verk­um að henni sé ekki leng­ur sætt.

Í til­kynn­ingu frá stjórn Banka­sýslu rík­is­ins er ít­rekað að sú ákvörðun að bjóða Páli starf for­stjóra stofn­un­ar­inn­ar hafi verið byggð á hlut­læg­um og mál­efna­leg­um sjón­ar­miðum þar sem eig­in­leik­ar og hæfi­leik­ar Páls til að sinna starf­inu lágu til grund­vall­ar.

Staða for­stjóra var aug­lýst laus til um­sókn­ar 6. ág­úst sl. og bár­ust alls níu um­sókn­ir.  Í til­kynn­ing­unni seg­ir að stjórn Banka­sýsl­unn­ar hafi ásamt ráðgjafa frá Capacent lagt mat á um­sókn­irn­ar og hafi verið lagt til grund­vall­ar að ferlið yrði vandað og fag­legt. Stuðst hafi verið við viður­kennd­ar matsaðferðir og mæl­ing­ar. All­ir sem að ferl­inu komu  hafi verið sam­mála um að Páll væri hæf­ast­ur um­sækj­enda.

„Ákvörðun stjórn­ar Banka­sýslu rík­is­ins um ráðningu Páls í starf for­stjóra var til­kynnt 30. sept­em­ber sl. Fljót­lega hófst umræða á op­in­ber­um vett­vangi þar sem ráðning­in var gagn­rýnd.

Stjórn Banka­sýsl­unn­ar hef­ur aldrei litið svo á að ákv­arðanir henn­ar væru hafn­ar yfir gagn­rýni. Í áður­nefndri umræðu hef­ur hins veg­ar verið vegið að trú­verðug­leika Banka­sýsl­unn­ar og friður rof­inn um starf­semi henn­ar.

Viðbrögð alþing­is­manna benda til þess að erfitt verði fyr­ir stofn­un­ina að starfa með eðli­leg­um hætti að þeim mik­il­vægu og vanda­sömu verk­efn­um sem henni er ætlað að sinna og framund­an eru.

Stjórn Banka­sýslu rík­is­ins hef­ur alla tíð leit­ast við að fram­fylgja eig­enda­stefnu rík­is­ins og starfa í sam­ræmi við lög um Banka­sýslu rík­is­ins. Það er að mati stjórn­ar­inn­ar grund­vall­ar­atriði, eigi hún áfram að geta sinnt hlut­verki sínu með trú­verðugum hætti, að hún njóti óskoraðs trausts og geti starfað sjálf­stætt eins og lög um Banka­sýslu rík­is­ins gera ráð fyr­ir.

Það er niðurstaða stjórn­ar­inn­ar að af­skipti ut­anaðkom­andi afla geri henni ókleift að starfa áfram á þeim fag­lega grund­velli sem stjórn­in tel­ur nauðsyn­leg­an.
Banka­sýsla rík­is­ins mun á næstu mánuðum þurfa að taka mik­il­væg­ar ákv­arðanir er snúa að ís­lensku fjár­mála­kerfi. Miklu skipt­ir að sæmi­leg­ur friður ríki um starf­semi stofn­un­ar­inn­ar og þær ákv­arðanir sem hún mun taka," seg­ir síðan.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert