Fæðingardeild og mæðravernd verða sameinaðar og ræstingar boðnar út. Þetta er meðal aðgerða sem gripið verður til á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til að laga reksturinn að minnkandi fjárveitingum.
Í umfjöllun um mál heilsbrigðisstofnunarinnar í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að aðgerðirnar voru kynntar á starfsmannafundum í Keflavík og Grindavík í gær. Gert er ráð fyrir að þær leiði til fækkunar í starfsliði sem nemur 15-17 stöðugildum. Fólki verður sagt upp um næstu mánaðamót.