Vegir eru auðir um sunnan- og vestanvert landið fyrir utan Holtavörðuheiði þar sem eru hálkublettir.
Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er hálka á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum og á Norðurlandi er víða hálka eða hálkublettir. Hálka er til að mynda á Öxnadalsheiði og milli Akureyrar og Dalvíkur.
Snjóþekja er á Víkurskarði og í nágrenni.
Austanlands er snjóþekja á Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. Hálka er á Fjarðarheiði en hálkublettir á Fagradal og Oddsskarði. Ófært er um Hellisheiði eystri. Vegna vinnu í Oddsskarðsgöngum verða þau lokuð yfir nóttina fram á fimmtudag, frá kl. 23.00 til kl. 06.00.