Páll tekur ekki starfið

Páll Magnússon.
Páll Magnússon.

Páll Magnús­son hef­ur til­kynnt fjár­málaráðherra í dag að hann muni ekki taka við starfi for­stjóra Banka­sýslu rík­is­ins.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu, sem Páll hef­ur sent til fjöl­miðla. Seg­ir Páll að með af­sögn stjórn­ar Banka­sýsl­unn­ar í gær séu brostn­ar all­ar for­send­ur þess að hann komi til starfa sem for­stjóri stofn­un­ar­inn­ar.

„Það er óvinn­andi verk­efni fyr­ir hlutaðeig­andi að sitja und­ir póli­tísk­um af­skipt­um en í raun hafa stjórn­mála­menn kraf­ist þess að lög­um og regl­um um op­in­ber­ar ráðning­ar verði vikið til hliðar í mál­efn­um Banka­sýsl­unn­ar," seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert