Segir opnun hellisins skemmdarverk

Úr Þríhnjúkagíg.
Úr Þríhnjúkagíg. mbl.is/Golli

Jón Viðar Sigurðsson jarðfræðingur telur að áform um að opna Þríhnjúkagíg fyrir ferðamenn feli í sér óafturkræf skemmdarverk á hellinum og muni vekja upp mikla mótspyrnu hjá þeim sem áhuga hafa á hellum og hellarannsóknum.

Skipulagsstofnun hefur auglýst matsáætlun vegna áformanna, en þau gera ráð fyrir að 200 þúsund ferðamenn heimsæki hellinn árlega til að byrja með.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir Jón Viðar, að Þríhnúkagígur sé einstakt náttúrufyrirbæri á heimsvísu. Upplifunin af að skoða hann sé afar sérstök.

„Fyrirhuguð framkvæmd er umfangsmikil og dýr og vekur furðu að tekist hafi að telja fjölmörgum trú um að hugmyndin sé jákvæð og eðlileg. Þríhnúkagíg ber að vernda og gengur sú hugmynd sem kynnt er í drögum að tillögu að matsáætlun þvert á þá skyldu. Framkvæmdin gengur út á óafturkræf skemmdarverk á hellinum og mun vekja upp mikla mótspyrnu hjá þeim sem áhuga hafa á hellum og hellarannsóknum,“ segir Jón Viðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka