Þarf að endurreisa trúverðugleika

Helgi Hjörvar
Helgi Hjörvar SteinarH

„Það er lítið við því að segja að stjórn­in kjósi að fara frá, það er henn­ar rétt­ur. En eft­ir sem áður er óleyst úr því hvernig unnt er að end­ur­reisa trú­verðug­leika og traust á starf­semi Banka­sýslu rík­is­ins,“ seg­ir Helgi Hjörv­ar, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og formaður efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar Alþing­is. „Ef at­hafn­ir manna þola ekki um­fjöll­un úr ræðustóli Alþing­is  bend­ir það til þess að þær at­hafn­ir hafi ekki staðið sér­lega traust­um fót­um.“

„Ég átti von á að sérþekk­ing á banka­mál­um yrði lyk­il­atriðið í þess­ari ráðningu,“ seg­ir Helgi, sem hef­ur gagn­rýnt Banka­sýsl­una harðlega fyr­ir ráðningu Páls Magnús­son­ar í starf for­stjóra stofn­un­ar­inn­ar.

Hann seg­ir að ljóst sé að stofn­un­in njóti ekki trausts sem skyldi og að þar komi ým­is­legt til. „Sú, sem hef­ur verið for­stjóri er á för­um frá stofn­un­inni og um tíma var mikið talað um að leggja hana niður. Það þarf að end­ur­reisa trú­verðug­leika Banka­sýsl­unn­ar.“

Helgi hef­ur verið nokkuð gagn­rýnd­ur fyr­ir orð sín um ráðning­una. Hann seg­ir að hann hafi verið að gegna því hlut­verki sem hann var kjör­inn til.

„Eng­ar op­in­ber­ar stofn­an­ir eru hafn­ar yfir gagn­rýni og það er meðal ann­ars hlut­verk okk­ar sem eru kjör­in á Alþingi að gagn­rýna fram­kvæmda­valdið ef við telj­um það hafa gert mis­tök eða ekki hafa fylgt lög­um. Okk­ur í efna­hags­nefnd­inni voru fal­in viðskipta­mál í upp­hafi þessa mánaðar og mér innst mik­il­vægt að ég sem formaður nefnd­ar­inn­ar tali skýrt. Við höf­um áður farið illa út úr því að tala ekki skýrt varðandi slík mál.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka