Torgið við Hörpu hlaut verðlaun í flokknum besta norræna almenningsrýmið við afhendingu norrænu arkitektaverðlaunanna í Gautaborg í gær. Landslag ehf hannaði torgið í í samstarfi við Batteríið arkitektar, arkitektastofuna Henning Larsen architects og listamanninn Ólaf Elíasson.
Einnig komu verkfræðistofurnar Mannvit og Verkvís að verkinu.
Verðlaun voru veitt í þremur flokkum: besta norræna byggingin, besta norræna almenningsrýmið og besta norræna bæjarskipulagið. Alþjóðleg dómnefnd valdi verkin eftir tilnefningar valnefnda í hverju hinna norrænu landa fyrir sig.
Norskar teiknistofur unnu verðlaunin í hinum tveimur flokkunum.