Vægur skjálfti í Mýrdalsjökli

Mýrdalsjökull.
Mýrdalsjökull. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Jarðskjálfti, 1 stig að styrkleika, mældist í Mýrdalsjökli rétt eftir klukkan eitt í nótt. Upptök hans voru á um sex metra dýpi og samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands fannst hann í Kerlingardal, suður af Mýrdalsjökli.

Upphaflega sýndu mælar að skjálftinn hefði verið talsvert stærri, eða 3,3 stig, en sú mæling var ekki rétt og að sögn veðurfræðings á Veðurstofunni getur slíkt hent.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert