Vantöldu hundruð milljóna

Lúxemborg
Lúxemborg mbl.is/Ómar

Dæmi eru um að ein­stak­ling­ar og fé­lög hafi ekki talið fram tekj­ur upp á hundruð millj­óna króna vegna hagnaðar af af­leiðuviðskipt­um á ár­un­um fyr­ir hrun. Þessi viðskipti þrif­ust í skjóli bank­anna sem ekki skiluðu alltaf fjár­magn­s­tekju­skatti.

Eft­ir hrun rann­sakaði starfs­hóp­ur á veg­um skatta­yf­ir­valda hvort eitt­hvað í starf­semi bank­anna fyr­ir hrun hefði falið í sér brot á skatta­lög­um. Hóp­ur­inn komst að þeirri niður­stöðu að veru­lega hefði skort á að bank­arn­ir hefðu í öll­um atriðum fylgt lög­um, að því er fram kem­ur í frétta­skýr­ingu um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Bryn­dís Kristjáns­dótt­ir skatt­rann­sókn­ar­stjóri sagði að í fram­haldi af þess­ari vinnu hefðu skatta­yf­ir­völd einkum ein­blínt á mál þar sem bæði ein­stak­ling­ar og fé­lög hefðu ekki greitt skatta af ým­iss kon­ar af­leiðuviðskipt­um. „Þarna er um mál að ræða þar sem van­tald­ar tekj­ur nema hundruðum millj­óna,“ sagði Bryn­dís. „Næsta skref er að ákveða hver refsimeðferðin eigi að vera í þess­um mál­um. Þessi mál öll ættu að klár­ast á næstu mánuðum.“

Stór hluti af starf­semi embætt­is skatt­rann­sókn­ar­stjóra varðar mál sem tengj­ast hrun­inu. Bryn­dís sagði að þó að marg­vís­leg­ar upp­lýs­ing­ar hefðu borist um eign­ir Íslend­inga er­lend­is væri erfitt að fá upp­lýs­ing­ar frá Lúx­em­borg, en ljóst væri að hægt væri að rekja eign­ir Íslend­inga í skatta­skjól­um víða um heim í flest­öll­um til­vik­um til Lúx­em­borg­ar. Þræðirn­ir lægju all­ir þangað.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert