Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að afsögn stjórnar Bankasýslu Ríkisins og ákvörðun Páls Magnússonar um að þiggja ekki starf forstjóra stofnunarinnar sé einfaldlega niðurstaða sem stjórnvöld standi frammi fyrir.
Hún segir alþingismenn jafnframt gegna ákveðnu aðhaldshlutverki og að stjórn Bankasýslunnar verði að meta hvaða áhrif þau orð hafi á sig.